Fræðsluvefur um áhrif kannabis á líkama

Líkaminn okkar

Smelltu á ákveðinn líkamshluta til að fá upplýsingar

Miðtaugakerfi

Hjarta- og æðakerfi

Öndunarfæri

Meltingarfæri

Miðtaugakerfi

  • Skammtímaáhrif kannabis á miðtaugakerfi geta m.a. verið breytt skynjun, kvíði og geðrofseinkenni.

  • Efnið getur valdið fíkn og eru fráhvarfseinkenni pirringur, kvíði og svefnleysi.

  • Mikil notkun eykur líkur á geðrofi og þróun geðrofssjúkdóma á borð við geðklofa. Einnig hefur notkun neikvæð áhri á námsárangur vegna minni einbeitingar og getur lækkað greindavísitölu ungmenna.

Hjarta- og æðakerfi

  • Kannabis veldur auknum hjartslætti, hækkar blóðþrýsting í liggjandi stöðu og getur valdið réttstöðubundnu blóðþrýstingsfalli.

  • Vísbendingar eru um að kannabis geti valdið gáttatifi, bráðu kransæðaheilkenni og heilablóðþurrð. Engar stórar rannsóknir hafa þó verið gerðar og byggja vísbendingar á tilfellum og tilfellaröðum.

 

Öndunarfæri

  • Áhrif kannabis á öndunarfæri geta að mörgu leyti svipað til áhrifa tóbaks. Reykurinn ertir öndunarveg og getur valdið berkjubólgu.

  • Erfitt hefur reynst að sýna fram á bein tengls kannabis notkunar við lungnakrabbamein.

  • Vísbendingar eru um að áhrif óbeinna kannabisreykinga geti verið veruleg. Valdi þannig vímuáhrifum og komi einnig fram á þvagprófi.

Meltingarfæri

  • Kannabis getur aukið matarlyst skömmu eftir notkun.


  • Bráð áhrif geta einnig verið mikil ógleði og uppköst (e. hyperemsis syndrome).

Kynfæri

Lýsing kemur hér fyrir kynfæri