Fræðsluvefur um áhrif kannabis á líkama

Áhrif á öndunarfæri

Algengasta leiðin til þess að nota kannabis er að reykja það. Því hafa margar rannsóknir beinst að áhrifum kannabis á öndunarfærin. Margt bendir til þess að regluleg notkun kannabis geti valdið ýmsum kvillum á öndunarfæri. Berkjubólga er algengust en helstu einkenni eru hósti með uppgangi, surg og mæði við áreynslu1. Ástæðan er talin vera sú að í plöntunni eru mörg sömu skaðlegu efnin og finna má í tóbaki2, 3. Einnig er það talið skipta máli að þegar kannabis er reykt er oft engin sía til staðar og reyknun er haldið lengur niður í lungunum2. Því hefur einnig verið haldið fram að ein ,,jóna“ sé jafnskaðleg fyrir öndunarfærin og tvær til fimm tóbakssígarettur4. Fáar rannsóknir benda til þess að kannabisreykingar valdi langvinnri lungnaþembu en líklegra er þó að þær auki áhrif tóbaks á lungnavef og geti flýtt fyrir framgangi sjúkdómsins sé hann til staðar1, 5. Að auki hafa rannsóknir sýnt fram á tengsl kannabisreykinga við  aðra sjaldgæfari kvilla á borð við blöðrur í lungum og samfall á lungum svo eitthvað sé nefnt6, 7. Þetta þarf þó að rannsaka betur.

Í ljósi þeirra skaðlegu efna sem finna má í kannabisreyk er mögulegt að það geti leitt til krabbameins. Tengsl við lungnakrabbamein hefur hlotið mesta athygli rannsóknarmanna. Heimildum ber ekki saman um  það og er það helst vegna þess að flestir sem reykja kannabis reykja einnig tóbak og oft reynist erfitt að útiloka áhrif þess í þróun lungnakrabbameins. Líklega eru áhrif þess ekki jafnmikil og tóbaks8-10.

Nýleg rannsókn sýndi að í lokuðu rými gætti vímuáhrifa hjá einstaklingum vegna óbeinna kannabisreykinga. Áhrifin voru truflun á minni og samhæfingu. Jafnframt fannst kannabis í þvagi þeirra og var þvagstix jákvætt11.

 

 

  1. Tashkin DP. Effects of marijuana smoking on the lung. Annals of the American Thoracic Society. 2013; 10(3): 239-47.
  2. Lange P. Cannabis and the lung. Thorax. 2007; 62(12): 1036-7.
  3. Tashkin DP. Smoked marijuana as a cause of lung injury. Monaldi archives for chest disease = Archivio Monaldi per le malattie del torace / Fondazione clinica del lavoro, IRCCS [and] Istituto di clinica tisiologica e malattie apparato respiratorio, Universita di Napoli, Secondo ateneo. 2005; 63(2): 93-100.
  4. Aldington S, Williams M, Nowitz M, Weatherall M, Pritchard A, McNaughton A, et al. Effects of cannabis on pulmonary structure, function and symptoms. Thorax. 2007; 62(12): 1058-63.
  5. Tan WC, Lo C, Jong A, Xing L, Fitzgerald MJ, Vollmer WM, et al. Marijuana and chronic obstructive lung disease: a population-based study. CMAJ : Canadian Medical Association journal = journal de l'Association medicale canadienne. 2009; 180(8): 814-20.
  6. Hii SW, Tam JDC, Thompson BR, Naughton MT. Bullous lung disease due to marijuana. Respirology. 2008; 13(1): 122-7.
  7. Beshay M, Kaiser H, Niedhart D, Reymond MA, Schmid RA. Emphysema and secondary pneumothorax in young adults smoking cannabis. European journal of cardio-thoracic surgery : official journal of the European Association for Cardio-thoracic Surgery. 2007; 32(6): 834-8.
  8. Aldington S, Harwood M, Cox B, Weatherall M, Beckert L, Hansell A, et al. Cannabis use and risk of lung cancer: a case-control study. European Respiratory Journal. 2008; 31(2): 280-6.
  9. Sewell RA, Cohn AJ, Chawarski MC. Doubts about the role of cannabis in causing lung cancer. European Respiratory Journal. 2008; 32(3): 815-6.
  10. Hashibe M, Morgenstern H, Cui Y, Tashkin DP, Zhang ZF, Cozen W, et al. Marijuana use and the risk of lung and upper aerodigestive tract cancers: Results of a population-based case-control study. Cancer Epidem Biomar. 2006; 15(10): 1829-34.
  11. Herrmann ES, Cone EJ, Mitchell JM, Bigelow GE, LoDico C, Flegel R, et al. Non-smoker exposure to secondhand cannabis smoke II: Effect of room ventilation on the physiological, subjective, and behavioral/cognitive effects. Drug and alcohol dependence. 2015; 151: 194-202.