Fræðsluvefur um áhrif kannabis á líkama

Kannabis sem lyf

Frá alda öðli hefur kannabis verið notað í ýmsum tilgangi. Á undanförnum árum hefur áhugi aukist á notkun þess í læknisfræðilegum tilgangi. Tveir kannabínóðar hafa fengið samþykki lyfja-og matvælastofnunar Bandaríkjanna. Annar kallast dronabinol og er efnafræðileg eftirlíking THC. Ábendingar fyrir notkun þess eru ógleði og uppköst í kjölfar krabbameinslyfjameðferð þegar hefðbundin meðferð ber ekki árangur og lystarleysi og þyngdartap í einstaklingum með alnæmi(1). Hitt lyfið er nabilone sem líkir eftir áhrifum THC og er einnig notað við ógleði og uppköstum í kjölfar krabbameinslyfjameðferðar(1). Bæði lyf eru seld í töfluformi. Þriðja lyfið, Nabiximols, inniheldur bæði THC og CBD og er selt í munnúðaformi. Rannsóknir standa enn yfir í Bandaríkjunum á áhrifum þess á verki. Það er hins vegar samþykkt í Kanada og sumstaðar í Evrópu gegn síbeygjukrömpum í heila-og mænusiggi(2).

Rannsóknunum má gróflega skipta niður í tvo flokka. Annars vegar rannsóknir gerðar á kannabínóðum sem að ofan eru nefndir og hins vegar rannsóknir gerðar á kannabis þegar það er reykt eða eimað.

Áhrif á ógleði eða uppköst

Áhrif kannabínóða á ógleði og uppköst í kjölfar krabbameinslyfjameðferðar var ein af fyrstu ástæðum fyrir notkun þeirra í læknisfræðilegum tilgangi(3). Niðurstöður safngreiningar frá 2001 voru að kannabínóðarnir nabilone og dronabinol höfðu meiri ógleðistillandi áhrif heldur en ýmisar eldri gerðir ógleðistillandi lyfja á borð við prochlorperazine(4). Skaðlegar aukaverkanir á borð við svima, vanlíðan, þynglyndi, ofskynjanir, aðsóknarkennd og lágur blóðþrýstingur voru algengari meðal þeirra sem notuðu kannabínóða. Slæmar aukaverkanir voru algeng ástæða þess að sjúklingar hættu notkun þeirra(4). Safngreiningin byggir einnig á mörgum smáum rannsóknum gerðar við mismunandi aðstæður svo erfitt er að draga ályktun út frá henni. Lane og samverkamenn sýndu fram á minni ógleði og uppköst þegar dronabinol og prochlorperazine voru tekin samtímis miðað við hvort lyf fyrir sig(5).

Engin rannsókn hefur borið saman árangur kannabínóða og nýrri ógleðistillandi lyfja á borð við 5-HT3 viðtakahemil (ondansetron, Zofran) eða barkstera. Ein rannsókn kannaði áhrif þess að bæta dronabinol við ondansetron meðferð við ógleði í kjölfar krabbameinslyfjameðferðar. Rannsóknin sýndi ekki fram á betri ógleðimeðferð hjá þeim sem fengu dronabinol(6).

Að minnsta kosti þrjár rannsóknir hafa verið gerðar á gagnsemi þess að reykja kannabis við ógleði og uppköstum í kjölfar krabbameinslyfjameðferðar. Þeim rannsóknum ber ekki saman og voru allar gerðar á fámennum hópum. Það er því ekki hægt að álykta að það beri árangur. Engin rannsókn hefur borið saman gagnsemi þess að reykja kannabis við hvorki eldri né nýrri ógleðistillandi lyf.

 

Kannabis sem verkjalyf

Kannabinoid 1 viðtaka má finna á svæðum miðtaugakerfisins sem hafa áhrif á sársauka og því hafa rannsóknir verið gerðar á hlutverki kannabis og kannabínóða sem hluta af verkjameðferð. Flestar rannsóknirnar hafa verið gerðar á einstaklingum með verki tengda krabbameinslyfjameðferð. Tvær 10 og 36 manna rannsóknir sýndu fram á meiri verkjastillingu miðað við lyfleysu annars vegar og kódein hins vegar(7,8). Nabiximol (blanda af THC og CBD í munnúðaformi) var borið saman við lyfleysu hjá einstaklingum með krabbamein og verki sem ekki svöruðu ópíóðameðferð(9). Rannsóknin sýndi að lágir til meðal skammtar af Nabiximol gáfu betri verkjastillingu eftir 5 vikna meðferð miðað við lyfleysu. Önnur rannsókn sýndi einnig að kannabínóðar gætu verið gagnleg viðbót í verkjameðferð hjá einstaklingum með útbreitt krabbamein og ófullnægjandi verkjastillingu með ópíöðum(10).

Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á gagnsemi kannabis við taugaverkjum hjá einstaklingum með alnæmi. Niðurstöður þeirra gefa vísbendingar um að kannabis geta minnkað verki hjá þessum hópi en hafa ekki svarað hefðbundinni verkjalyfjameðferð(11,12). Þessar rannsóknir eru hins vegar allar fámennar og er frekari rannsókna þörf áður en hægt verður að draga ályktun um gagnsemi kannabis sem hluta af verkjameðferð í þessum tilfellum.

 

Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á gagnsemi kannabis í verkjameðferð hafa allar notað mismunandi lyf og lyfjaform. Þannig er ekki hægt að mæla með kannabis sem fyrstu meðferð í verkjameðferð einstaklinga með krabbamein eða taugaverki. Niðurstöður benda frekar til þess að það gæti verið gagnlegt sem viðbótarmeðferð. Frekari rannsókna er þó þörf til að geta mælt með því.

 

Kannabis sem lystörvandi lyf

Að minnsta kosti þrjár stýrðar rannsóknir hafa verið gerðar gagnsemi kannabínóða sem hluta af lystaukandi meðferð hjá einstaklingum með alnæmi og einstaklingum í krabbameinslyfjameðferð. Ein tvíblinduð slembirannsókn bar saman áhrif kannabínóða við þekkt lystaukandi lyf (megestrol acetate). Niðurstöður voru að matarlyst þeirra sem fengu megestrol acetate jókst marktækt meira miðað við þá sem fengu kannabínóða. Höfundar ályktuðu að kannabínóðar bættu engu við lystaukandi meðferð einstaklinga í virkri krabbameinslyfjameðferð(13). Önnur slembivalin rannsókn komst að sömu niðurstöðu(14). Engar rannsóknir hafa verið gerðar á gagnsemi kannabis reykinga sem hluta af lystaukandi meðferð.

Rannsókn sem gerð var á einstaklingum með HIV eða alnæmi og upplifðu lystarleysi sýndi að kannabínóðar höfðu marktækt meiri lystaukandi áhrif miðað við lyfleysu og þátttakendur í kannabínóða hópnum voru ólíklegri til að léttast(15).

Samantekt

Flestar rannsóknir á kannabis í læknisfræðilegum tilgangi sýna ekki fram á nægilega gagnsemi og getur notkun efnisins haft alvarlegar aukaverkanir. Meðal þeirra skilmerkja sem lyf hafa, verður það að hafa vel skilgreind og mælanleg efni sem eru eins í hverjum skammti. Kannabis innihildur fjöldamörg virk efni sem eru mismunandi eftir plöntum. Það er því ekki hægt að mæla með notkun þess í læknisfræðilegum tilgangi miðað við þær rannsóknir sem liggja fyrir í dag.

 1. Kramer JL. Medical marijuana for cancer. CA Cancer J Clin [Internet]. 2015;65(2):109–22. Available from: http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/25503438
 2. Karschner EL, Darwin WD, Goodwin RS, Wright S, Huestis MA. Plasma cannabinoid pharmacokinetics following controlled oral Δ 9-tetrahydrocannabinol and oromucosal cannabis extract administration. Clin Chem. 2011;57(1):66–75.
 3. Zuardi AW. Cannabidiol: From an inactive cannabinoid to a drug with wide spectrum of action. Revista Brasileira de Psiquiatria. 2008. p. 271–80.
 4. Tramèr MR, Carroll D, Campbell FA, Reynolds DJ, Moore RA, McQuay HJ. Cannabinoids for control of chemotherapy induced nausea and vomiting: quantitative systematic review. BMJ [Internet]. 2001;323(7303):16–21. Available from: http://www.pubmedcentral.nih.gov/articlerender.fcgi?artid=34325&tool=pmcentrez&rendertype=abstract
 5. Lane M, Smith FE, Sullivan RA, Plasse TF. Dronabinol and prochlorperazine alone and in combination as antiemetic agents for cancer chemotherapy. Am J Clin Oncol. 1990;13(6):480–4.
 6. Meiri E, Jhangiani H, Vredenburgh JJ, Barbato LM, Carter FJ, Yang H-M, et al. Efficacy of dronabinol alone and in combination with ondansetron versus ondansetron alone for delayed chemotherapy-induced nausea and vomiting. Curr Med Res Opin. 2007;23(3):533–43.
 7. Noyes R, Brunk SF, Baram DA, Canter A. The analgesic properties of delta-9-tetrahydrocannabinol and codeine. Journal of Clinical Pharmacology. 1975. p. 84–9.
 8. Noyes R, Brunk SF, Baram DA, Canter A. Analgesic effect of delta-9-tetrahydrocannabinol. J Clin Pharmacol [Internet]. 1975;15(2–3):139–43. Available from: http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1002/j.1552-4604.1975.tb02348.x/abstract\nhttp://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/1091664
 9. Portenoy RK, Ganae-Motan ED, Allende S, Yanagihara R, Shaiova L, Weinstein S, et al. Nabiximols for opioid-treated cancer patients with poorly-controlled chronic pain: A randomized, placebo-controlled, graded-dose trial. J Pain. 2012;13(5):438–49.
 10. Johnson JR, ChB M, Burnell-Nugent M, BChir M, Lossignol D, Doina Ganae-Motan E, et al. Multicenter, Double-Blind, Randomized, Placebo-Controlled, Parallel-Group Study of the Efficacy, Safety, and Tolerability of THC:CBD Extract and THC Extract in Patients with Intractable Cancer-Related Pain. J Pain Symptom Manage. 2010;39(167):167–79.
 11. Ellis RJ, Toperoff W, Vaida F, van den Brande G, Gonzales J, Gouaux B, et al. Smoked medicinal cannabis for neuropathic pain in HIV: a randomized, crossover clinical trial. Neuropsychopharmacology [Internet]. 2009;34(3):672–80. Available from: http://www.pubmedcentral.nih.gov/articlerender.fcgi?artid=3066045&tool=pmcentrez&rendertype=abstract
 12. Abrams DI, Jay CA, Shade SB, Vizoso H, Reda H, Press S, et al. Cannabis in painful HIV-associated sensory neuropathy: A randomized placebo-controlled trial. Neurology. 2007;68(7):515–21.
 13. Jatoi A, Windschitl HE, Loprinzi CL, Sloan J a, Dakhil SR, Mailliard J a, et al. Dronabinol versus megestrol acetate versus combination therapy for cancer-associated anorexia: a North Central Cancer Treatment Group study. J Clin Oncol. 2002;20(2):567–73.
 14. Strasser F, Luftner D, Possinger K, Ernst G, Ruhstaller T, Meissner W, et al. Comparison of orally administered cannabis extract and delta-9- tetrahydrocannabinol in treating patients with cancer-related anorexia-cachexia syndrome: A multicenter, phase III, randomized, double-blind, placebo-controlled clinical trial from the Cannabis-In-Cachexia-Study-Group. J Clin Oncol. 2006;24(21):3394–400.
 15. Beal JE, Olson R, Laubenstein L, Morales JO, Bellman P, Yangco B, et al. Dronabinol as a treatment for anorexia associated with weight loss in patients with AIDS. J Pain Symptom Manage. 1995;10(2):89–97.