Fræðsluvefur um áhrif kannabis á líkama

Um okkur

Fræðslufélag fagfólks um kannabisneyslu samanstendur af læknum, læknanemum og hjúkrunarfræðingi. Markmið félagsins er að stuðla að auknum forvörnum gegn notkun kannabis. Á heimasíðunni kannabis.is má finna upplýsingar um margvísleg áhrif efnisins á mannslíkamann byggðar á rannsóknum sem birst hafa í gagnreyndum vísindatímaritum. Síðan er bæði ætluð almenningi og heilbrigðisstarfsfólki.